Loading...
Menu

Ferðaráðgjafi

Ert þú söludrifin og veitir framúrskarandi þjónustu?

Nordic Visitor leitar að kraftmiklum og jákvæðum starfsmanni í starf ferðaráðgjafa á skrifstofu okkar á Íslandi. Starfið felur í sér þjónustu til viðskiptavina í ferðum til Íslands. Þetta starf á vel við þig ef þú ert fær í að loka sölu, berð hag viðskiptavinar fyrir brjósti og hefur brennandi áhuga á skipulagningu ferða. Þú munt veita fyrsta flokks persónulega þjónustu og ógleymanlega upplifun til ferðamanna frá öllum heimshornum.

Starfssvið:

 • Sala, þjónusta og móttaka viðskiptavina
 • Bókanir, úrvinnsla og umsjón með ferðum
 • Tilboðsgerð
 • Annað tilfallandi

Hæfniskröfur:

 • Færni í mannlegum samskiptum, framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni
 • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi 
 • Reynsla af sölustarfi er skilyrði
 • Þekking á íslenskri ferðaþjónustu og Íslandi sem áfangastað
 • Mjög góð tungumálakunnátta (íslenska, enska og þriðja tungumál er kostur)
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt færni til að vinna í hóp
 • Góð tölvukunnátta

Nordic Visitor er framsækin ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í því að skapa góðar minningar með sérsniðnum pakkaferðum fyrir einstaklinga og hópa til allra Norðurlanda og Skotlands. Hjá Nordic Visitor er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og hlúum vel að þjálfun og vellíðan allra starfsmanna.

Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum umsóknarkerfi Alfreðs. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi. Um fullt starf er að ræða.

Æskilegt er að nýr starfsmaður geti hafið störf sem fyrst en er þó samningsatriði.

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sjöfn Yngvadóttir, verkefnastjóri mannauðsmála, og Hafdís Þóra Hafþórsdóttir, Sales Manager Iceland, á netfanginu career@nordicvisitor.com og í síma 578-2080.

We are here to help

Whether you have a single question or a special request, we're here for you.

here to help