Loading...

Iceland is Open | Iceland Volcano Update | Travel update (Covid-19) | Book & Travel With Confidence

Menu

Sérfræðingur á fjármálasviði (Umsóknarfrestur er liðinn)

Öflugur og lausnamiðaður sérfræðingur óskast til að sinna krefjandi verkefnum á fjármálasviði Nordic Visitor.
Á fjármálasviði starfar öflugt teymi sem hefur það hlutverk að skrá og greina viðskipti fyrirtækisins. Mikil samvinna er á sviðinu og skarast verkefni starfsmanna. Er því um fjölbreytt starf að ræða sem reynir á sveigjanleika í hugsun, aðlögunarhæfni að síbreytilegu umhverfi og jákvætt viðmót.
 
Nordic Visitor er fjölskylduvænt fyrirtæki og bjóðum við uppá frábæra starfsaðstöðu, góðan hádegismat og lifandi starfsumhverfi í vaxandi ferðaþjónustu.
 
Helstu verkefni
 • Færsla fjárhagsbókhalds í rafrænum lausnum
 • Afstemmingar og frávikagreiningar
 • Greiningar og skýrslugerð úr stórum gagnasöfnum
 • Virk þátttaka í umbótum ferla innan fjármálasviðs
 • Samskipti við aðrar deildir og birgja
 • Þátttaka í öðrum verkefnum á fjármálasviði
   
Menntun, reynsla og hæfni
 • Viðskiptamenntun er krafa
 • Víðtæk þekking á excel (t.d. pivot töflum) er krafa
 • Þekking á flóknari aðgerðum á excel (s.s. power pivot og power query) er æskileg
 • Þekking á SQL og Power BI er kostur
 • Áhugi á aukinni skilvirkni
 • Jákvætt viðhorf og góðir samskiptahæfileikar
 • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
 • Skipulagshæfni og samviskusemi í vinnubrögðum
   

Nordic Visitor er framsækin ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í því að skapa góðar minningar með sérsniðnum pakkaferðum fyrir einstaklinga og hópa til Norður-Evrópu. Starfsmenn Nordic Visitor eru okkar mikilvægasta auðlind og hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns. Lykilþáttur í okkar árangri byggir á framlagi, þekkingu og góðri samvinnu milli alls starfsfólks. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og hlúum að þjálfun og vellíðan allra sem hjá okkur starfa.

Umsóknarfrestur er liðinn

We are here to help

Whether you have a single question or a special request, we're here for you.

here to help