Travel Update

 

Menu

Nordic Visitor útnefnt Menntasproti Atvinnulífsins 2014 af Samtökum Atvinnulífsins

afhendingNordic Visitor var útnefnt Menntasproti ársins 2014 á Menntadegi Samtaka atvinnulífsins. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt og stóðu SA og aðildarfélög að verðlaunaafhendingunni. Verðlaunin voru afhent á Menntadegi atvinnulífsins á Hilton Nordica Reykjavík. Fjögur fyrirtæki voru tilnefnd en Nordic Visitor hreppti hnossið.
 
Í rökstuðningi dómnefndar segir um Nordic Visitor;
„Það sem vakti einna helst athygli dómnefndar var að þetta hraðvaxandi fyrirtæki setti sér ekki eiginlega Mennta-og mannauðsstefnu fyrr en 2012 en hefur síðan þá haldið áfram að vaxa mjög hratt.  Á sama tíma hafa verið innleidd  mjög fagleg vinnubrögð, með skýrum markmiðum.  Það má m.a. sjá í því að fyrirtækið hefur sett sér tímasett og metnaðarfull markmið og fylgt þeim eftir með faglegum mælingum, sem sýna svo ekki verði um villst að mikill árangur hefur náðst á skömmum tíma um leið og haldið hefur verið utan um mikinn vöxt í fyrirtækinu.“ 
 
Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor;
"Það er okkur hjá Nordic Visitor mikill heiður að fá þessi mikilvægu verðlaun. Við lítum á þetta sem mikla viðurkenningu á því faglega starfi í fræðslu- og mannauðsmálum sem unnið er hjá Nordic Visitor. Um leið er þetta hvatning til að halda áfram á þeirri braut að starfsmenn byggi upp og auki hæfni sína með þroskandi verkefnum og virkri símenntun. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og starfsmönnum fjölgað mikið. Til að halda betur utan um okkar starfsmenn og auka þekkingu þeirra, ákváðum við í upphafi árs 2012 að koma á faglegri fræðslustefnu. Sú vinna hefur nú skilað okkur aukinni starfsánægju, hæfari starfsmönnum og aukinni verðmætasköpun."
 
Nordic Visitor er eitt stærsta fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi og þar starfa fimmtíu manns. Félagið hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár og starfsmannafjöldi hefur ríflega sexfaldast á átta árum. Á sama tíma hefur velta fyrirtækisins margfaldast.
 
Samtök Atvinnulífsins 
Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda og eru aðildarfyrirtæki SA nú um 2000. Innan þeirra starfa um 50% launamanna á almenna vinnumarkaðinum á Íslandi, eða um 60.000 manns. Aðildarfélög SA eru: LÍU, Samorka, SAF, SF, SFF, SI og SVÞ.
 

Vinnustaðurinn Nordic Visitor

Mannauður
Hjá Nordic Visitor starfar framúrskarandi starfsfólk sem sýnir ábyrgð, mikla þjónustulund, jákvæðni og frumkvæði í starfi. Mikil áhersla hefur verið lögð á mannauðsmál innan fyrirtækisins og vellíðan í vinnu. Starfsmenn eru vel þjálfaðir, mikil þekking hefur byggst upp hjá fyrirtækinu og starfsmannavelta hjá Nordic Visitor með því minnsta sem þekkist. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun meðal starfsmanna sem unnin var af fagaðilum er viðhorf starfsmanna til fyrirtækisins og vinnu mjög gott. Þegar starfsmenn voru spurðir að því hvort þeir væru sammála þeirri staðhæfingu að þeir væru ánægðir í starfi, svöruðu 35 af þeim 36 sem svöruðu að þeir væru frekar eða mjög sammála því, einn svarað hvorki né. Sama niðurstaða kom þegar starfsmenn voru spurðir að því hvort þeir væru ánægðir með Nordic Visitor sem vinnuveitanda og hvort þeir væru stoltir af því að vinna hjá Nordic Visitor. Ef viðhorfskönnun VR er skoðuð þá skorar Nordic Visitor hæst meðal allra ferða- þjónustufyrirtækja í viðhorfi starfsmanna til síns vinnustaðar.
 
Verkferlar og skipulag
Frá árinu 2002 hefur verið unnið jafnt og þétt að því að skipuleggja starfsemina og bæta verkferla. Búið er að innleiða árangursríkt skipurit og þróa verkferla og flæðirit utan um öll okkar helstu verkefni. Mjög nákvæmt viðskiptakerfi sem talar bæði við okkar ytri vefsvæði og bókhaldskerfið hefur verið þróað og aðlagað að okkar starfsemi í gegnum árin. Þetta kerfi heldur nákvæma skrá utan um allar okkar ferðir sem og tekjur og útgjöld. Einnig hefur verið unnin umfangsmikil starfsmannahandbók, starfslýsingar fyrir öll störf, úthugsuð fræðsluáætlun og skýr stefnumótun fyrir fyrirtækið.
 
Starfsaðstaða
Nordic Visitor flutti starfsemina í lok árs 2012 í Bríetartún 13, 105 Reykjavík. Skrifstofan er um 1100fm að stærð og er því gott pláss fyrir alla. Vinnuumhverfið sem er hlýlegt og bjart var hannað og skipulagt í samstarfi við starfsmenn fyrirtækisins. Rýmið er opið og bjart, innréttingar eru hlýlegar, loftgæði góð og á skrifstofunni er stórt og gott mötuneyti þar sem boðið er upp á frían mat á vinnutíma.
 
Starfsandi
Þegar starfsmenn voru spurðir að því í nýlegri viðhorfskönnun hvort þeir væru sammála þeirri staðhæfingu að það væri góður starfsandi hjá Nordic Visitor, svöruðu allir starfsmenn því þannig að þeir væru frekar eða mjög sammála því. Mikið er lagt upp úr því að viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum samskiptum á milli starfsmanna. Starfsmannafélagið er mjög virkt og reglulega eru haldnar skemmtanir á vegum fyrirtækisins eða skemmtinefndar.
We are here to help

Whether you have a single question or a special request, we're here for you.

here to help